Síðasti sénsinn að vinna Fram áður en það tekur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Hanna og Stjörnukonur verða að vinna á sunnudaginn. vísir/ernir Fram leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til að tryggja sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta síðan 2013. „Maður vonast auðvitað eftir jöfnum leik og að Stjarnan vinni. En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst Stjörnukonur pínu sprungnar andlega í síðasta leik. Þessi sería á undan virtist vera andlega erfið fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í undanúrslitunum sem Garðbæingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leiknum vegna ólöglegs leikmanns. Fram vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Á miðvikudaginn vann Fram svo 25-22 sigur á heimavelli sínum í Safamýrinni.Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni „Í öðrum leiknum gengu hlutir upp hjá Fram sem hafa ekki gengið upp áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni finnst eins og Fram sé að fara að vinna þetta. En það þarf svo lítið að snúast við svo Stjarnan komist á blað. Ég held að það komi í ljós á fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu tilbúnar.“ Stjarnan og Fram eru óumdeilanlega bestu lið landsins en þau hafa barist um þá titla sem í boði eru í vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikarsins en Garðbæingar unnu Framkonur í bikarúrslitaleiknum og í eiginlegum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. „Stjarnan er með svaka leikmenn innanborðs og það sýndi sig í bikarúrslitaleiknum og sérstaklega þegar þær urðu deildarmeistarar. Fram mátti þá tapa með fimm mörkum en Stjarnan vann með sex,“ sagði Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu. „Mér finnst hafa vantað Rakel [Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sólveigu Láru Kjærnested] í síðustu tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær vilji tapa svona. Innst inni vona ég að þær verði í essinu sínu og eigi góðan leik.“Hátt spennustig hjá Fram Kristín segir að hátt spennustig geti orðið Fram fjötur um fót í leiknum á morgun. „Fram fer í leikinn til að verða meistari og ætlar að verða meistari og það getur stundum hækkað spennustigið. Þetta gæti sprungið í höndunum á þeim. Það getur allt gerst þótt ég spái því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekkert endilega á sunnudaginn [á morgun],“ sagði Kristín. Stjarnan hefur verið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 en alltaf tapað. Kristín segir að þessi endalausu töp í úrslitunum geti haft áhrif á liðið á morgun. „Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft að vera yfirvegaður og andlega klár að stilla hugann. Það er hugarþjálfun að hugsa ekki um hluti sem skipta ekki máli,“ sagði Kristín. Upphafið að gullöld Fram?* Þótt Fram hafi verið með gott lið í vetur verður það ennþá betra á næsta tímabili. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram og allar líkur eru á því að Karen Knútsdóttir snúi einnig heim í Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu og þær munu styrkja Fram-liðið gríðarlega mikið. En er þetta síðasti möguleikinn á að vinna Fram áður en liðið tekur yfir íslenskan kvennahandbolta? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla að setja smá pressu á þær. Ef þær fá Karenu eru þær komnar með meistaralið. Hin félögin þurfa að græja eitthvað í sumar ef þau ætla að eiga möguleika,“ sagði Kristín að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Fram leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til að tryggja sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta síðan 2013. „Maður vonast auðvitað eftir jöfnum leik og að Stjarnan vinni. En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst Stjörnukonur pínu sprungnar andlega í síðasta leik. Þessi sería á undan virtist vera andlega erfið fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í undanúrslitunum sem Garðbæingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leiknum vegna ólöglegs leikmanns. Fram vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Á miðvikudaginn vann Fram svo 25-22 sigur á heimavelli sínum í Safamýrinni.Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni „Í öðrum leiknum gengu hlutir upp hjá Fram sem hafa ekki gengið upp áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni finnst eins og Fram sé að fara að vinna þetta. En það þarf svo lítið að snúast við svo Stjarnan komist á blað. Ég held að það komi í ljós á fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu tilbúnar.“ Stjarnan og Fram eru óumdeilanlega bestu lið landsins en þau hafa barist um þá titla sem í boði eru í vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikarsins en Garðbæingar unnu Framkonur í bikarúrslitaleiknum og í eiginlegum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. „Stjarnan er með svaka leikmenn innanborðs og það sýndi sig í bikarúrslitaleiknum og sérstaklega þegar þær urðu deildarmeistarar. Fram mátti þá tapa með fimm mörkum en Stjarnan vann með sex,“ sagði Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu. „Mér finnst hafa vantað Rakel [Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sólveigu Láru Kjærnested] í síðustu tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær vilji tapa svona. Innst inni vona ég að þær verði í essinu sínu og eigi góðan leik.“Hátt spennustig hjá Fram Kristín segir að hátt spennustig geti orðið Fram fjötur um fót í leiknum á morgun. „Fram fer í leikinn til að verða meistari og ætlar að verða meistari og það getur stundum hækkað spennustigið. Þetta gæti sprungið í höndunum á þeim. Það getur allt gerst þótt ég spái því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekkert endilega á sunnudaginn [á morgun],“ sagði Kristín. Stjarnan hefur verið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 en alltaf tapað. Kristín segir að þessi endalausu töp í úrslitunum geti haft áhrif á liðið á morgun. „Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft að vera yfirvegaður og andlega klár að stilla hugann. Það er hugarþjálfun að hugsa ekki um hluti sem skipta ekki máli,“ sagði Kristín. Upphafið að gullöld Fram?* Þótt Fram hafi verið með gott lið í vetur verður það ennþá betra á næsta tímabili. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram og allar líkur eru á því að Karen Knútsdóttir snúi einnig heim í Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu og þær munu styrkja Fram-liðið gríðarlega mikið. En er þetta síðasti möguleikinn á að vinna Fram áður en liðið tekur yfir íslenskan kvennahandbolta? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla að setja smá pressu á þær. Ef þær fá Karenu eru þær komnar með meistaralið. Hin félögin þurfa að græja eitthvað í sumar ef þau ætla að eiga möguleika,“ sagði Kristín að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira