Landinn Óttar Guðmundsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. (Allir félagar í áhugaleikhúsi staðarins fá hlutverk í þeirri senu.) Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann. Faðir drengsins er veiklundað góðmenni sem drekkur í sífellu en lofar bót og betran. Reykvíkingurinn ungi þráir bara að komast aftur heim til vina sinna í Breiðholtinu en hressist þegar hann hefur aðlagast sukkinu og samfélaginu. Venjulega er hann barinn í miðri mynd út af fallegustu stelpunni á svæðinu en jafnar sig. Lífinu úti á landi er lýst af fagmennsku jafnvel þótt leikstjórinn hafi aldrei búið utan Reykjavíkur. Höfundarnir kunna ágætlega á enskuskotið tungutak þorpsbúa. Harðgerðir sjómenn á Þingeyri tala eins og dyraverðir í 101 Reykjavík og segja fökk í tíma og ótíma. Fyrir ókunnuga er um stutt innlit í Sódómu/Gómorru að ræða. Til allrar hamingju er þó til önnur sýn af lífinu á landsbyggðinni, sjónvarpsþáttur Gísla Einarssonar, Landinn, í boði RÚV á sunnudagskvöldum. Dregin er upp merkileg mynd af fjölbreyttu og iðandi mannlífi þar sem fólk talar íslensku og hefur gaman af lífinu. Glaðbeittar húsmæður segja frá nýjungum í minjagripagerð fyrir ferðamenn. Kafari gælir við illúðlegan steinbít á hafsbotni. Ungir iðnnemar byggja timburhús með gömlu lagi og horfnum vinnuaðferðum. Fylgst er með fermingarbörnum sem baka sjálf kransakökuna. Áhorfendur fyllast þakklæti fyrir þessa fallegu og raunsönnu sýn Landans á mannlífið utan Reykjavíkur sem er í hróplegri andstöðu við staðalímyndir kvikmyndagerðarmannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. (Allir félagar í áhugaleikhúsi staðarins fá hlutverk í þeirri senu.) Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann. Faðir drengsins er veiklundað góðmenni sem drekkur í sífellu en lofar bót og betran. Reykvíkingurinn ungi þráir bara að komast aftur heim til vina sinna í Breiðholtinu en hressist þegar hann hefur aðlagast sukkinu og samfélaginu. Venjulega er hann barinn í miðri mynd út af fallegustu stelpunni á svæðinu en jafnar sig. Lífinu úti á landi er lýst af fagmennsku jafnvel þótt leikstjórinn hafi aldrei búið utan Reykjavíkur. Höfundarnir kunna ágætlega á enskuskotið tungutak þorpsbúa. Harðgerðir sjómenn á Þingeyri tala eins og dyraverðir í 101 Reykjavík og segja fökk í tíma og ótíma. Fyrir ókunnuga er um stutt innlit í Sódómu/Gómorru að ræða. Til allrar hamingju er þó til önnur sýn af lífinu á landsbyggðinni, sjónvarpsþáttur Gísla Einarssonar, Landinn, í boði RÚV á sunnudagskvöldum. Dregin er upp merkileg mynd af fjölbreyttu og iðandi mannlífi þar sem fólk talar íslensku og hefur gaman af lífinu. Glaðbeittar húsmæður segja frá nýjungum í minjagripagerð fyrir ferðamenn. Kafari gælir við illúðlegan steinbít á hafsbotni. Ungir iðnnemar byggja timburhús með gömlu lagi og horfnum vinnuaðferðum. Fylgst er með fermingarbörnum sem baka sjálf kransakökuna. Áhorfendur fyllast þakklæti fyrir þessa fallegu og raunsönnu sýn Landans á mannlífið utan Reykjavíkur sem er í hróplegri andstöðu við staðalímyndir kvikmyndagerðarmannanna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun