Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2017 10:12 Talskona Donald Trump sagði að síðasta hálstráið hafi verið þegar James Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Hillary Clinton. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50