Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 09:00 Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Valur er í vandræðum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki sem er versta stigasöfnun liðs sem spáð hefur verið Íslandsmeistaratitlinum frá stofnun tíu liða deildar árið 2008. Valsliðið fékk vænan skell í Kópavogi á miðvikudagskvöldið þegar það steinlá á móti Breiðabliki, 3-0. Það tapaði fyrir Þór/KA, 1-0, í fyrstu umferðinni en pakkaði Eyjakonum saman, 4-0, í annarri umferð deildarinnar. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, mætti ekki til viðtals eftir leikinn en fréttamenn á staðnum sáu á eftir honum rjúka út af velinum án þess að ræða við nokkurn mann þó til þess sé ætlast af öllum þjálfurum deildarinnar. Valsliðið er með 200 leikja konur innan sinna raða eins og Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Laufey Björnsdóttur, Pálu Marie Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og svo auðvitað landsliðsfyrirliðann Margréti Láru Viðarsdóttur. Engin þeirra mætti til viðtals til að svara fyrir þennan skell. Sú sem mætti var Hrafnhildur Hauksdóttir, 21 árs gamall vinstri bakvörður Valsliðsins, sem stóð sig vel í viðtölum.Blikastúlkur fagna marki á móti Val.vísir/ernirÍ Pepsi-mörkum kvenna velti Helena Ólafsdóttir því fyrir sér hvort pressan væri strax að buga Úlf Blandon en honum er ætlað að skila Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda. „Það er ekki hægt að segja að pressan sé of mikil. Eftir næstu umferð verður Valur búið að mæta fjórum af fimm liðunum sem það ætlaði að keppa við um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, í þætti gærkvöldsins. „Ég get ekki trúað því að pressan sé ekki eins mikil og í karlaboltanum í Kópavogi þar sem menn eru látnir fara eftir tvo leiki,“ bætti hann við og hló. Máni var þó fljótur að hætta að brosa þegar hann afgreiddi Úlf og reynslumestu leikmenn Vals fyrir að svara ekki fyrir þetta tap í Kópavoginum. „Þetta er algjörlega óboðlegt. Öll stjórn á þessu Valsliði í leiknum var þeim ekki til sóma. Úlfur mætir ekki í viðtal. Hann er þjálfari og höfuð þessa liðs. Hann á auðvitað mæta og svara fyrir þetta. Það er bara eðlilegt,“ sagði hann. „Allt í lagi. Þjálfarinn kemur ekki í viðtal. Það getur verið góð ástæða fyrir því. Stundum er aðstoðarþjálfarinn sendur í viðtal og stundum koma leikmenn bara í viðtöl. Kannsi var eitthvað þarna á bakvið.“ „En í þessu liði er landsliðsfyrirliðinn og svo ertu með Málfríði Ernu og Söndru en ákveðið er að senda einn ungliðann í viðtal. Ég velti fyrir mér hvaða stjórnun inn í klefa er það að senda unga manneskju í viðtal eftir svona leik þar sem liðið er algjörlega búið að skíta á sig.“ „Þarna á að senda Margréti Láru eða einhvern sem er foringi í þessu liði til að svara fyrir í viðtölum eftir svona frammistöðu. Í staðinn er sendur ungur leikmaður og hverju átti hún nú að fara að svara? Þetta var ekki á hennar ábyrgð,“ sagði Máni Pétursson. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. 11. maí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn