Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 09:56 Atriði úr auglýsingunni sem sjá má hér að neðan í heild sinni. Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45