Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 17:50 James Comey. Vísir/AFP James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“ Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30