Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2017 09:30 Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum. Vala Smáradóttir „Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“ Kórar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
„Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“
Kórar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira