Erlent

Stjórnin í Kósóvó er fallin

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrann Isa Mustafa í þingsal í morgun.
Forsætisráðherrann Isa Mustafa í þingsal í morgun. Vísir/AFP
Ríkisstjórnin í Kósóvó er fallin eftir að meirihluti þingmanna í Kósóvó greiddu atkvæði með vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn forsætisráðherrans Isa Mustafa í morgun.

Búist er við að niðurstaðan muni leiða til nýrra þingkosninga í landinu sem munu fara fram í næsta mánuði.

Alls greiddu 78 þingmenn atkvæði með tillögunni, en þingmenn eru samtals 120 talsins. Stjórnarandstaðan í landinu hefur sakað stjórnina um að svíkja kosningaloforð sín.

Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbnesk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt sjálfstæði Kósóvó, ólíkt rúmlega helmingi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Ísland viðurkenndi sjálfstæði landsins í mars 2008, tæpum mánuði eftir sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×