Alþingi hafi lokaorðið varðandi breytt rekstrarform framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 13:10 Rekstrarfélag Tækniskólans er í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00