Hér sést hvar vegirnir lagast mest á landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2017 10:15 Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjast um næstu helgi en þau verða stærsta verkið í vegagerð á landinu á næstu árum. Þá styttist í að vegagerð um Berufjörð verði boðin út. Í spilaranum hér að ofan má sjá hvar á landinu verður unnið að mestu vegarbótum í ár. Það er nýbúið að skrifa undir nærri níu milljarða króna verksamning um Dýrafjarðargöng og laugardaginn 13. maí á svo að taka fyrstu skóflustungu Arnarfjarðarmegin, sem fagnað verður með málstofu á Hrafnseyri klukkan 13 og athöfn við Rauðsstaði klukkan 16, við fyrirhugaðan gangamunna tvo kílómetra norðan Mjólkárvirkjunar. Og það verður fleiri vegarbótum fagnað á Vestfjörðum í ár; sex kílómetra malbikskafla í sunnanverðum Patreksfirði og sjö kílómetra kafla á Ströndum, milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Norðlendingar fá sinn skammt af vegarbótum. Í Skagafirði verða lagðir fimm kílómetrar slitlags á Hegranesveg, að austanverðu. Í Vaðlaheiðargöngum er nýbúið að sprengja síðasta haftið og kannski fimmtán mánuðir í þau klárist. Þá verður haldið áfram með Dettifossveg. Leggja á bundið slitlag á átta kílómetra kafla og hefjast handa við annan fjögurra kílómetra langan og þegar þeim lýkur verða aðeins eftir um tíu kílómetra af þessari fimmtíu kílómetra vegagerð. Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði, en þar er ekið milli Ásbyrgis og Hljóðakletta.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Á Austfjörðum hyllir undir verklok í Norðfjarðargöngum en áætlað er þau verði opnuð umferð þann 1. september, eftir fjóra mánuði. Og svo eru það tvö stórverk sem náðust í gegn með samstöðu heimamanna síðla vetrar, Berufjarðarbotn og Hornafjarðarbrú. Lokaáfanginn á hringveginum um Berufjörð verður boðinn út síðar í þessum mánuði og smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót verður boðin út í haust, samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra. Þá verður smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum boðin út í sumar í stað þeirrar sem eyðilagðist í hamfarahlaupinu í Skaftá haustið 2015. Í uppsveitum Árnessýslu verða tveir fjölfarnir sveitavegir malbikaðir, Reykjavegur boðinn út í haust en þó ekki kláraður fyrr en árið 2020, og fimm kílómetrar slitlags verða lagðir á Langholtsveg sunnan Flúða. Á Uxahryggjaveg bætast sextán kílómetrar slitlags norðan Þingvalla og fjórir kílómetrar í Lundareykjadal og lokið verður við að malbika veginn um Kjósaskarð. Stærsta verkið suðvestanlands eru svo Krýsuvíkurgatnamótin við Hafnarfjörð og þau eiga að verða tilbúin 1. nóvember, eftir aðeins sex mánuði. Fræðast má nánar um framkvæmdir ársins á yfirlitskorti Vegagerðarinnar. Vegagerð Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjast um næstu helgi en þau verða stærsta verkið í vegagerð á landinu á næstu árum. Þá styttist í að vegagerð um Berufjörð verði boðin út. Í spilaranum hér að ofan má sjá hvar á landinu verður unnið að mestu vegarbótum í ár. Það er nýbúið að skrifa undir nærri níu milljarða króna verksamning um Dýrafjarðargöng og laugardaginn 13. maí á svo að taka fyrstu skóflustungu Arnarfjarðarmegin, sem fagnað verður með málstofu á Hrafnseyri klukkan 13 og athöfn við Rauðsstaði klukkan 16, við fyrirhugaðan gangamunna tvo kílómetra norðan Mjólkárvirkjunar. Og það verður fleiri vegarbótum fagnað á Vestfjörðum í ár; sex kílómetra malbikskafla í sunnanverðum Patreksfirði og sjö kílómetra kafla á Ströndum, milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Norðlendingar fá sinn skammt af vegarbótum. Í Skagafirði verða lagðir fimm kílómetrar slitlags á Hegranesveg, að austanverðu. Í Vaðlaheiðargöngum er nýbúið að sprengja síðasta haftið og kannski fimmtán mánuðir í þau klárist. Þá verður haldið áfram með Dettifossveg. Leggja á bundið slitlag á átta kílómetra kafla og hefjast handa við annan fjögurra kílómetra langan og þegar þeim lýkur verða aðeins eftir um tíu kílómetra af þessari fimmtíu kílómetra vegagerð. Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði, en þar er ekið milli Ásbyrgis og Hljóðakletta.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Á Austfjörðum hyllir undir verklok í Norðfjarðargöngum en áætlað er þau verði opnuð umferð þann 1. september, eftir fjóra mánuði. Og svo eru það tvö stórverk sem náðust í gegn með samstöðu heimamanna síðla vetrar, Berufjarðarbotn og Hornafjarðarbrú. Lokaáfanginn á hringveginum um Berufjörð verður boðinn út síðar í þessum mánuði og smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót verður boðin út í haust, samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra. Þá verður smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn hjá Ásum boðin út í sumar í stað þeirrar sem eyðilagðist í hamfarahlaupinu í Skaftá haustið 2015. Í uppsveitum Árnessýslu verða tveir fjölfarnir sveitavegir malbikaðir, Reykjavegur boðinn út í haust en þó ekki kláraður fyrr en árið 2020, og fimm kílómetrar slitlags verða lagðir á Langholtsveg sunnan Flúða. Á Uxahryggjaveg bætast sextán kílómetrar slitlags norðan Þingvalla og fjórir kílómetrar í Lundareykjadal og lokið verður við að malbika veginn um Kjósaskarð. Stærsta verkið suðvestanlands eru svo Krýsuvíkurgatnamótin við Hafnarfjörð og þau eiga að verða tilbúin 1. nóvember, eftir aðeins sex mánuði. Fræðast má nánar um framkvæmdir ársins á yfirlitskorti Vegagerðarinnar.
Vegagerð Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45