Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2017 08:48 James Comey. Vísir/AFP Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára. Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára.
Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02