Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:00 Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira