Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:00 Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira