Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2017 08:00 Merkel skolaði ummælunum niður með einum hrímuðum. Vísir/Epa Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans. Donald Trump Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans.
Donald Trump Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira