Geðsjúkir þurfa að bíða eftir úrræðum inni á spítala í tvö ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala - aðrir bíða utan hans á meðan. vísir/vilhelm Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira