Lifi lífinu eins og ég vil Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2017 09:30 Sonju Rut Valdin dreymdi um að verða frægur YouTuber þegar hún var yngri og fræg á samfélagsmiðlum. Draumurinn hefur svo sannarlega ræst. VÍSIR/ERNIR Hver kannast ekki við að hafa tekið undir í laginu Nei, nei í flutningi Sonju Rutar Valdin sem er nú heitari en allt heitt á sviði söngs, leiks og SnapChat?Hver ertu, Sonja? Ég er 21 árs, lífsglöð, opin, með sterkar skoðanir, fylgin mér og hress að eðlisfari. Alin upp í Grafarvogi og Danmörku.Hvaðan kemur eftirnafnið Valdin? Afi minn, sem ég lít mikið upp til, var skírður Valdin og síðan hefur það haldist í fjölskyldunni.Hvernig barn og unglingur varstu? Ég var mjög opin og aldrei feimin. Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, vildi vera vinkona allra og leitaði mikið í leiklist.Dreymdi þig um frægð og frama? Mig dreymdi svo sannarlega um að verða fræg og var aldrei með plan B þegar kom að leiklistardraumnum. Ég stefni langt í leiklistarbransanum og elska að lifa lífinu.Þú varst uppgötvuð á SnapChat; hvað hefurðu fram að færa þar? Það er mjög misjafnt hvað mér liggur á hjarta þegar ég snappa því þar er ekkert þema en heldur engin gríma.Hver eru þín helstu áhugamál? Leiklist, tónlist og ferðalög.Þú er orðin vel þekkt. Kom frægðin þér á óvart og hvernig upplifirðu hana? Það er gaman að vera þekkt en á sama tíma getur það verið óþægilegt. Ég finn mikið fyrir því að fólk starir á mig. Það gerir mig meðvitaða um hvort ég sé nógu vel tilhöfð eða sé að gera eins vel og ég get. Ég get ekki lengur gert allt eins og ég vil, alls staðar. Mig langar að vera kurteis og almennileg en staðreyndin er sú að börn og unglingar bíða í hópum fyrir utan heimili mitt, dingla bjöllunni og hringja í mig. Mér finnst erfitt að ýta börnum frá mér því þau eru svo hjartahrein og einlæg. Því reyni ég alltaf að taka þeim fagnandi og vera hress til að særa engan. Fólk virðist þó ekki almennt skilja að ég er manneskja í þörf fyrir að lifa lífi mínu í friði þegar ég er heima og ekki alltaf í stuði til að spjalla eða láta taka myndir af mér með aðdáendum. Krakkar í dag eru líka svo ákveðnir og beinlínis segja manni að vera með þeim á mynd því að ég hafi valið að verða fræg. Fólk á mínum aldri hleypur líka á eftir mér, þegar ég fer út á lífið, ýmist til að hrósa mér eða gera lítið úr mér. Ég held að þeim líði eins og þau þekki mig. Ég er beðin um að gera eitthvað fyrir Snappið þeirra en vitaskuld vil ég það ekki alltaf því stundum vil ég eingöngu njóta lífsins með vinum mínum. Ég á mitt líf þótt ég sé orðin þekkt.Heldurðu að frægir fái minni frið fyrir aðdáendum í dag en áður fyrr? Já, nú snýst allt um samfélagsmiðla og að grípa andartakið. Ef fólk sér mig í næsta bíl í umferðinni á ég að gjöra svo vel að skrúfa niður rúðuna, stoppa bílinn og vera til í mynd og spjall. Ég tek það þó ekki nærri mér því ég skil þetta að vissu leyti og hef sjálf upplifað þennan spenning þegar fræg manneskja sem ég hef fylgst með hefur óvænt birst í lífi mínu. Fólki finnst það þekkja mann og heldur að það geti sagt hvað sem er vegna þess að maður gefur mikið af sér á Snappinu. Tækifærin sem maður fær í gegnum samfélagsmiðla eru hins vegar ótrúlega skemmtileg og mér líður oft eins og ég geti gert allt sem mig langar til. Það er góð tilfinning.Ertu meðvituð um að vera góð fyrirmynd? Ég vil auðvitað vera góð fyrirmynd og held að ég sé það frekar en hitt. Það eiga samt allir sitt líf og þurfa að fá að lifa því að eigin vild og vali. Ég þarf að fá að fara í bæinn og djamma þegar ég vil og mundi aldrei ýta undir að aðrir lifðu eins og ég, en ég get ekki hætt að vera ég sjálf. Ég gæti auðvitað lokað Snappinu en finnst gaman að snappa og mun halda því áfram. Hins vegar verða foreldrar að fylgjast miklu betur með því sem börn þeirra horfa á á SnapChat og krakkar undir 13 ára aldurstakmarkinu eiga ekkert erindi þangað.Í hverju felast vinsældir Áttunnar og laganna sem hafa slegið í gegn? Galdurinn á bak við tónlistina er að vera með rétta fólkið í kringum sig og hafa gaman.Koma nýir þættir og lög í kjölfar Nei, nei og Ekki seena? Já, þema Áttunnar eru þrír leiknir þættir og endalag í fjórða þætti. Það er okkar vörumerki og við munum halda því áfram á Facebook.Hvað ætlar þú að gera um helgina? Það er alltaf mikið að gerast hjá mér um helgar og það eru uppáhaldsdagarnir mínir. Dæmigerð helgi er að njóta hennar með vinum og ferðast um landið. Mér líður oft eins og vinnan sé endalaus á virkum dögum því það er heilmikil vinna að vera á samfélagsmiðlum og með Áttunni. Þetta er samt draumavinnan mín og alltaf frábærlega gaman, en ég hef ríka þörf fyrir að vera með fjölskyldu og vinum í ró og næði.Ertu kvöldsvæf eða morgunhani? Ég er alls ekki morgunfúl og vakna í tilhlökkun yfir því að vita hvað hver dagur hefur upp á að bjóða.Uppáhaldshelgarmaturinn? Það er klárlega Taco Bell.Uppáhaldslaugardagsnammið? Ég borða alltaf sterkar Djúpur frá Freyju á laugardögum.Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu? Mín helsta fyrirmynd í lífinu er pabbi. Hann hefur kennt mér að hafa trú á sjálfri mér og að ég geti allt sem ég vil. Líka að það sé mikilvægt að lifa lífinu sem mann langar. Helsta fyrirmynd mín á samfélagsmiðlum er Aronmola.Besta æskuminningin? Allar utanlandsferðirnar því ég elska að ferðast og skoða nýja staði. Ég gleymi því heldur aldrei þegar ég steig fyrst á svið í Skrekk í Borgarleikhúsinu í 8. bekk. Það var rosaleg tilfinning. Ég hafði alltaf vitað hvað ég ætlaði að verða en aldrei áður verið böðuð sviðsljósum frammi fyrir fullum sal af fólki. Það fullvissaði mig um að draumurinn væri réttur. Líka þegar ég eignaðist mína fyrstu upptökuvél sem ég keypti fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að gera sketsa með vinum mínum. Þá opnaðist heill heimur. Mig langaði alltaf til að verða YouTuber og fræg á samfélagsmiðlum og vissi að ég var heppin að vita ung hvað ég vildi verða því ég gat byrjað strax á að láta draumana rætast.Hvað ætlarðu að gera í sumar? Sumarið verður eitt allsherjar stórt ævintýri en spenntust er ég fyrir að standa á sviði með Áttunni. Að gigga með bestu vinum mínum er rosaleg tilfinning. Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið sem tekið er upp á Snapchat Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf á dögunum út nýtt tónlistarmyndband við lagið Vinir, en myndbandið var allt tekið upp á samfélagsmiðlinum Snapchat og frumsýnd á þeirra aðgangi. 29. nóvember 2016 10:30 Með átta starfsmenn í fullri vinnu: „Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ "Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. 3. mars 2017 10:30 Áttan fylgir NEINEI-slagaranum eftir með nýju lagi Lagið Ekki Seena er lokalag samnefndrar smáþáttaseríu úr smiðju samfélagsmiðlahópsins. 13. maí 2017 18:16 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Hver kannast ekki við að hafa tekið undir í laginu Nei, nei í flutningi Sonju Rutar Valdin sem er nú heitari en allt heitt á sviði söngs, leiks og SnapChat?Hver ertu, Sonja? Ég er 21 árs, lífsglöð, opin, með sterkar skoðanir, fylgin mér og hress að eðlisfari. Alin upp í Grafarvogi og Danmörku.Hvaðan kemur eftirnafnið Valdin? Afi minn, sem ég lít mikið upp til, var skírður Valdin og síðan hefur það haldist í fjölskyldunni.Hvernig barn og unglingur varstu? Ég var mjög opin og aldrei feimin. Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, vildi vera vinkona allra og leitaði mikið í leiklist.Dreymdi þig um frægð og frama? Mig dreymdi svo sannarlega um að verða fræg og var aldrei með plan B þegar kom að leiklistardraumnum. Ég stefni langt í leiklistarbransanum og elska að lifa lífinu.Þú varst uppgötvuð á SnapChat; hvað hefurðu fram að færa þar? Það er mjög misjafnt hvað mér liggur á hjarta þegar ég snappa því þar er ekkert þema en heldur engin gríma.Hver eru þín helstu áhugamál? Leiklist, tónlist og ferðalög.Þú er orðin vel þekkt. Kom frægðin þér á óvart og hvernig upplifirðu hana? Það er gaman að vera þekkt en á sama tíma getur það verið óþægilegt. Ég finn mikið fyrir því að fólk starir á mig. Það gerir mig meðvitaða um hvort ég sé nógu vel tilhöfð eða sé að gera eins vel og ég get. Ég get ekki lengur gert allt eins og ég vil, alls staðar. Mig langar að vera kurteis og almennileg en staðreyndin er sú að börn og unglingar bíða í hópum fyrir utan heimili mitt, dingla bjöllunni og hringja í mig. Mér finnst erfitt að ýta börnum frá mér því þau eru svo hjartahrein og einlæg. Því reyni ég alltaf að taka þeim fagnandi og vera hress til að særa engan. Fólk virðist þó ekki almennt skilja að ég er manneskja í þörf fyrir að lifa lífi mínu í friði þegar ég er heima og ekki alltaf í stuði til að spjalla eða láta taka myndir af mér með aðdáendum. Krakkar í dag eru líka svo ákveðnir og beinlínis segja manni að vera með þeim á mynd því að ég hafi valið að verða fræg. Fólk á mínum aldri hleypur líka á eftir mér, þegar ég fer út á lífið, ýmist til að hrósa mér eða gera lítið úr mér. Ég held að þeim líði eins og þau þekki mig. Ég er beðin um að gera eitthvað fyrir Snappið þeirra en vitaskuld vil ég það ekki alltaf því stundum vil ég eingöngu njóta lífsins með vinum mínum. Ég á mitt líf þótt ég sé orðin þekkt.Heldurðu að frægir fái minni frið fyrir aðdáendum í dag en áður fyrr? Já, nú snýst allt um samfélagsmiðla og að grípa andartakið. Ef fólk sér mig í næsta bíl í umferðinni á ég að gjöra svo vel að skrúfa niður rúðuna, stoppa bílinn og vera til í mynd og spjall. Ég tek það þó ekki nærri mér því ég skil þetta að vissu leyti og hef sjálf upplifað þennan spenning þegar fræg manneskja sem ég hef fylgst með hefur óvænt birst í lífi mínu. Fólki finnst það þekkja mann og heldur að það geti sagt hvað sem er vegna þess að maður gefur mikið af sér á Snappinu. Tækifærin sem maður fær í gegnum samfélagsmiðla eru hins vegar ótrúlega skemmtileg og mér líður oft eins og ég geti gert allt sem mig langar til. Það er góð tilfinning.Ertu meðvituð um að vera góð fyrirmynd? Ég vil auðvitað vera góð fyrirmynd og held að ég sé það frekar en hitt. Það eiga samt allir sitt líf og þurfa að fá að lifa því að eigin vild og vali. Ég þarf að fá að fara í bæinn og djamma þegar ég vil og mundi aldrei ýta undir að aðrir lifðu eins og ég, en ég get ekki hætt að vera ég sjálf. Ég gæti auðvitað lokað Snappinu en finnst gaman að snappa og mun halda því áfram. Hins vegar verða foreldrar að fylgjast miklu betur með því sem börn þeirra horfa á á SnapChat og krakkar undir 13 ára aldurstakmarkinu eiga ekkert erindi þangað.Í hverju felast vinsældir Áttunnar og laganna sem hafa slegið í gegn? Galdurinn á bak við tónlistina er að vera með rétta fólkið í kringum sig og hafa gaman.Koma nýir þættir og lög í kjölfar Nei, nei og Ekki seena? Já, þema Áttunnar eru þrír leiknir þættir og endalag í fjórða þætti. Það er okkar vörumerki og við munum halda því áfram á Facebook.Hvað ætlar þú að gera um helgina? Það er alltaf mikið að gerast hjá mér um helgar og það eru uppáhaldsdagarnir mínir. Dæmigerð helgi er að njóta hennar með vinum og ferðast um landið. Mér líður oft eins og vinnan sé endalaus á virkum dögum því það er heilmikil vinna að vera á samfélagsmiðlum og með Áttunni. Þetta er samt draumavinnan mín og alltaf frábærlega gaman, en ég hef ríka þörf fyrir að vera með fjölskyldu og vinum í ró og næði.Ertu kvöldsvæf eða morgunhani? Ég er alls ekki morgunfúl og vakna í tilhlökkun yfir því að vita hvað hver dagur hefur upp á að bjóða.Uppáhaldshelgarmaturinn? Það er klárlega Taco Bell.Uppáhaldslaugardagsnammið? Ég borða alltaf sterkar Djúpur frá Freyju á laugardögum.Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu? Mín helsta fyrirmynd í lífinu er pabbi. Hann hefur kennt mér að hafa trú á sjálfri mér og að ég geti allt sem ég vil. Líka að það sé mikilvægt að lifa lífinu sem mann langar. Helsta fyrirmynd mín á samfélagsmiðlum er Aronmola.Besta æskuminningin? Allar utanlandsferðirnar því ég elska að ferðast og skoða nýja staði. Ég gleymi því heldur aldrei þegar ég steig fyrst á svið í Skrekk í Borgarleikhúsinu í 8. bekk. Það var rosaleg tilfinning. Ég hafði alltaf vitað hvað ég ætlaði að verða en aldrei áður verið böðuð sviðsljósum frammi fyrir fullum sal af fólki. Það fullvissaði mig um að draumurinn væri réttur. Líka þegar ég eignaðist mína fyrstu upptökuvél sem ég keypti fyrir fermingarpeninginn og byrjaði að gera sketsa með vinum mínum. Þá opnaðist heill heimur. Mig langaði alltaf til að verða YouTuber og fræg á samfélagsmiðlum og vissi að ég var heppin að vita ung hvað ég vildi verða því ég gat byrjað strax á að láta draumana rætast.Hvað ætlarðu að gera í sumar? Sumarið verður eitt allsherjar stórt ævintýri en spenntust er ég fyrir að standa á sviði með Áttunni. Að gigga með bestu vinum mínum er rosaleg tilfinning.
Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið sem tekið er upp á Snapchat Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf á dögunum út nýtt tónlistarmyndband við lagið Vinir, en myndbandið var allt tekið upp á samfélagsmiðlinum Snapchat og frumsýnd á þeirra aðgangi. 29. nóvember 2016 10:30 Með átta starfsmenn í fullri vinnu: „Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ "Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. 3. mars 2017 10:30 Áttan fylgir NEINEI-slagaranum eftir með nýju lagi Lagið Ekki Seena er lokalag samnefndrar smáþáttaseríu úr smiðju samfélagsmiðlahópsins. 13. maí 2017 18:16 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið sem tekið er upp á Snapchat Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf á dögunum út nýtt tónlistarmyndband við lagið Vinir, en myndbandið var allt tekið upp á samfélagsmiðlinum Snapchat og frumsýnd á þeirra aðgangi. 29. nóvember 2016 10:30
Með átta starfsmenn í fullri vinnu: „Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ "Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. 3. mars 2017 10:30
Áttan fylgir NEINEI-slagaranum eftir með nýju lagi Lagið Ekki Seena er lokalag samnefndrar smáþáttaseríu úr smiðju samfélagsmiðlahópsins. 13. maí 2017 18:16