Sálfræðingur segir það ekki endilega góða hugmynd að fara með börnin í Costco Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 10:48 Fjölmargir lögðu leið sína í Costco í gær. Vísir/Anton Brink Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra. Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra.
Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14
Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00
Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39
Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent