Efnilegasti markvörður landsins í þremur landsliðum samtímis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Mynd/Frammyndir/Ljósmynd JGK Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli. Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Framarinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið valinn í 19 ára landslið karla í handbolta en undanfarna viku hefur strákurinn verið valinn í hvert landsliðið á fætur öðru. Það verður því lítið sumarfrí hjá stráknum því hann verður upptekinn í mörgum landsliðsverkefnum í sumar. Viktor Gísli sló í gegn í Olís-deild karla í vetur þar sem hann hjálpaði spútnikliði Fram að komast alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Viktor Gísli var meðal annars í miklu stuði þegar Framliðið sló Hauka út úr átta liða úrslitum. Bjarni Fritzson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, valdi nú síðast Vitkor Gísla í æfingahóp sinn fyrir sumarið 2017. 19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní til 2. júlí og fer svo á HM 19 ára landsliða í Georgíu í ágúst. Fjórum dögum fyrr var Viktor Gísli valinn í tvo landsliðshópa eða 17 ára landsliðið og 21 árs landsliðið. Hann endaði síðan vikuna á því að vera kosinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla á lokahófi HSÍ.Viktor Gísli valinn í æfingahóp Íslands U-19, þar með er hann núna í æfingahópum Íslands U17, U19 og U21 https://t.co/8TdE9tvuH5#Handbolti — FRAM F.C. (@framiceland) May 24, 2017 Heimir Ríkarðsson valdi Viktor Gísla í æfingahóp 17 ára landsliðs karla en liðið er nú að æfa 24. til 26. maí. Sautján ára landsliðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson völdu 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM u-21 árs liða sem fer fram í Alsír og hefst um miðjan júlí. Viktor Gísli er einn af leikmönnum hópsins. Liðið fer til Frakklands í byrjun júlí til frekari undirbúnings og spila auk þess vináttulandsleiki. „Þetta þýðir að Viktor Gísli hefur núna verið valinn í U-17, U-19 og U-21 ára landslið Íslands og ljóst að drengurinn mun hafa nóg að snúast í sumar. Það er jafnframt ljóst að Viktor mun ekki vera á fullu með öllum þessum landsliðum en HSÍ mun stýra álaginu í samráði við þjálfara,“ segir í frétt um Viktor Gísla á heimasíðu Fram. Nú er bara spurning hvort Geir Sveinsson taki strákinn inn í A-landsliðið í sumar en það stefnir allt í það að Viktor Gísli sé framtíðarmarkvörður A-landsliðsins. Það verður þó að teljast ólíklegt enda varla til uppteknari handboltamaður á landinu en einmitt Viktor Gísli.
Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn