Sögulegar sættir í stóra límmiðamálinu: Þórunn Antonía og Hildur Lilliendahl sungu I Got You Babe Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 15:41 Þórunn Antonía stjórnar reglulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær bar til tíðinda á einu slíku. Vísir Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher: Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher:
Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15