Trump gengur harðskeyttur til fundar við NATO á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 23:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi. Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi.
Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira