Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. vísir/pjetur Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira