Bandaríska söngkonan Ariana Grande hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum á næstu dögum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar sem varð í Manchester. Árásin átti sér stað að loknum tónleikum hennar í Manchester Arena.
Umboðsmenn Grande greindu frá ákvörðuninni síðdegis í dag, en næstu tónleikar Ariönu Grande verða þann 7. júní í París.
Ekkert verður því úr fyrirhuguðum tónleikum hennar í London, Antwerpen, Lodz, Frankfurt og Zürich.
22 létu lífið og á sjötta tug manna særðust í árásinni á mánudagskvöldið.
Ariana Grande aflýsir tónleikum

Tengdar fréttir

Ariana Grande niðurbrotin
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Nítján látnir eftir sprengingu á tónleikum Ariönu Grande í Manchester
Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðust í sprengjuárás í tónleikahöll í Manchester í kvöld.

Poppstjarnan vinsæla sem krakkarnir voru mættir til að sjá í Manchester
Bandaríska poppstjarnan Ariana Grande er gríðarlega vinsæl meðal yngri kynslóðarinnar enda voru mörg börn og unglingar á tónleikum hennar í gær í Manchester.