Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 14:49 Frá Costco í Kauptúni. Vísir/Eyþór „Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“ Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“
Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00