Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman Guðný Hrönn skrifar 24. maí 2017 10:45 Kolbeinn mun halda uppi stuðinu á Rósenberg í kvöld með hljómsveitinni Slow Train. VÍSIR/EYÞÓR „Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Sjá meira
„Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Sjá meira