Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2017 21:00 Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira