Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2017 21:00 Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira