Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur að öllum líkindum unnið sigur í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Ríkissjónvarp landsins hefur óskað honum til hamingju með sigurinn en andstæðingur hans, klerkurinn Ebrahim Raisi, hefur lagt fram kvörtun vegna kosninganna.
Hann segir stuðningsmenn Rouhani hafa staðið fyrir áróðri við kjörstaði, sem er bannað samkvæmt lögum í Íran.
Samkvæmt frétt Reuters er búið að telja um 37 milljónir atkvæða og fékk Rouhani 21,6 milljón og Raisi 14 milljónir. Enn á eftir að telja um fjórar milljónir atkvæða. Kjörsókn er sögð hafa verið um 70 prósent.
Tilkynna á lokaúrslit kosninganna seinna í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en helming greiddra atkvæða fer fram önnur umferð þann 26. maí þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni.
Kjörstaðir voru opnir um fimm klukkustundum lengur en til stóð í gær vegna kjörsóknar sem var hærri en áður.
Útlit fyrir sigur Rouhani

Tengdar fréttir

Kosið í Íran í dag
Rouhani mælist með forystu, en Raisi er að ná sér á strik gagnvart honum og hefur lofað að efna samninginn milli Bandaríkjanna og Íran.

Borgarstjóri Teheran dregur forsetaframboð sitt til baka
Mohammad Bagher Ghalibaf hefur lýst yfir stuðningi við dómarann og íhaldsmanninn Ebrahim Raisi í kosningunum á föstudag.

Varaforsetinn dregur framboð til baka og styður Rouhani
Forsetakosningar fara fram í Íran á föstudag.