Viðskipti innlent

Jon­a­t­han Gerlach nýr for­maður Sam­taka vef­iðnaðarins

Tinni Sveinsson skrifar
Stjórn SVEF skipa Ólafur Sverrir Kjartansson (OZ), Birgir Hrafn Birgisson (Sendiráðið), Benedikt Valdez (Kolibri), Jonathan Gerlach formaður (Kolibri), Anna Signý Guðbjörnsdóttir (TM Software), Hjalti Már Einarsson (Nordic Visitor) og Ragnheiður Þorleifsdóttir (Hugsmiðjan).
Stjórn SVEF skipa Ólafur Sverrir Kjartansson (OZ), Birgir Hrafn Birgisson (Sendiráðið), Benedikt Valdez (Kolibri), Jonathan Gerlach formaður (Kolibri), Anna Signý Guðbjörnsdóttir (TM Software), Hjalti Már Einarsson (Nordic Visitor) og Ragnheiður Þorleifsdóttir (Hugsmiðjan).
Aðalfundur Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) var haldinn í gær en á honum var nýr formaður kosinn ásamt þremur nýjum meðlimum í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„Jonathan Gerlach, stafrænn hönnuður hjá Kolibri var kosinn sem formaður en áður hafði hann setið í stjórn, hann tekur við keflinu af Markúsi Má Þorgeirssyni sem hefur gengt stöðu formanns síðastliðin tvö ár.

Nýir inn í stjórn voru Anna Signý Guðbjörnsdóttir, sem starfar fyrir TM Software, Benedikt Valdez frá Kolibri var kjörinn áfram til tveggja ára og Hjalti Már Einarsson, markaðsstjóri Nordic Visitor, var einnig kosinn inn.“

Samtök vefiðnaðarins eru hagsmunasamtök þeirra sem starfa í vefiðnaðinum og stendur fyrir fjölmörgum viðburðum eins og alþjóðlegu ráðstefnunni Iceweb en einnig sjá þau um skipulag Íslensku vefverðlaunanna sem haldin eru hvert ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×