Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03
Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58
Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09