Fótbolti

Stórt æxli fannst í fyrirliða Víkings Ólafsvíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suleman, til hægri, í leik með landsliði Gana.
Suleman, til hægri, í leik með landsliði Gana. Vísir/AFP
„Fyrirliði kvennaliðsins á leið í erfiða baráttu utan vallar. Við höfum fulla trú á henni og vitum að hún kemur sterkari til baka!“

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Víkings Ólafsvíkur en Fótbolti.net greinir frá því að Samira Suleman verði frá keppni um óákveðinn tíma eftir að æxli fannst í kvið hennar.

Meinið uppgötvaðist skömmu áður en Íslandsmótið hófst sem hefði verið hennar þriðja með liðinu. Suleman er frá Gana en stjórn Víkings Ólafsvíkur ákvað að Samira fengi þá læknismeðferð sem hún þyrfti á að halda hér á Íslandi.

Hún er 26 ára og er landsliðsmaður frá Gana. Hún á að baki 30 leiki í deild og bikar með Víkingi Ólafsvík og hefur hún skorað alls 23 mörk í þeim.

Víkingur Ólafsvík hefur komið af stað söfnun til styrktar Samiru og baráttu hennar.

Bankaupplýsingar:

0190-05-060550

kt: 470579-0139




Fleiri fréttir

Sjá meira


×