Lögmaður Trump rengir orð Comey Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 18:43 Donald Trump ræðst á trúverðugleika James Comey í yfirlýsingu frá lögmanni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira