Undrakonan harða og söguklisjurnar 8. júní 2017 15:45 Wonder Woman fær þrjár stjörnur af fimm. Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og „legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdíóinu, sem getið hefur af sér heilar fimmtán bíómyndir án þess að hafa konu í lykilfókus. Amasónprinsessan Diana, í túlkun leikkonunnar Gal Gadot, var fyrst kynnt til leiks í Batman v Superman, þar sem hún eignaði sér nokkur augnablik en staldraði ekki nógu lengi við til þess að við gætum metið ágæti hennar. Með sinni fyrstu sólómynd, sem reynist vera prýðilega heppnuð, er rakinn hér bakgrunnur hennar (með öðrum sögum inniföldum reyndar); hvernig hún varð sú hetja sem við þekkjum í dag, með því að ætla sér að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina. Grínlaust. Í upphafi sögunnar á Diana margt ólært, en hún er öflug bardagakona, með tilkomumikinn stökkkraft, einstaklega flink með svipuna og grjótharða réttlætiskennd að vopni. Hennar skilningur á góðu og vondu fer ekki alveg vel saman við gráu svæðin sem við hin erum reglulega umkringd, eins og Diana fær að kynnast þegar hún ferðast langt út fyrir sitt þægindasvæði í fyrsta sinn. Sagan er upp á sitt sterkasta þegar fókusnum er beint á að tengja Diönu við okkar heima, óhugnað stríðs og hvernig hún neitar að láta aðra hindra sig. Því miður er allt sem líkist áhættu við framleiðsluna í algeru lágmarki, því farið er eftir helstu klisjum upphafssagna. Framvinda myndarinnar rennur út eins og einhver hafi soðið saman tóna og atburðarás fyrstu Captain America myndarinnar og Thor, nema hér er búið að víxla nokkrum kynjahlutverkum. Seinasti þriðjungur myndarinnar verður einnig kjánalegur (lokabardaginn sérstaklega) og nær sagan ekki alveg að vinna sér inn fyrir þeim hápunktum sem hún sækir í af fullri einlægni.Leikararnir standa sig samt allflestir vel þótt handritið gefi þeim lítið úr að moða. Gadot ber megnið af myndinni á herðum sér með miklum stæl; hún er sjálfsörugg og mátulega svöl. Leikkonan hefur mikla útgeislun (jafnvel þegar hreimurinn þvælist fyrir henni) og það skín enn meira af henni þegar hún finnur sína styrkleika sem hetja. Þau Chris Pine deila mátulegri kemistríu þegar samtölin verða ekki of stíf, en fyrir utan það ber Pine sig eins og hann oftast gerir, með sannfærandi blöndu af húmor og sjálfumgleði. Connie Nielsen, Danny Huston, Lucy Davis og fleiri eru traust í sínum hlutverkum. Robin Wright sker sig annars úr með flottri nærveru eins og spænska leikkonan Elena Anaya (The skin I live in) sem leikur efnafræðinginn illa Dr. Poison.Gal Gadot og Chris Pine fara með aðalhlutverk í Wonder Woman.NORDICPHOTOS/GETTYLeikstýran Patty Jenkins hefur aðallega unnið á smærri striga fram að þessu, með t.d. glæpadramanu Monster eða aðkomu að þáttum á borð við The Killing. Jenkins nær að tvinna saman jarðbundið drama og grískar goðafantasíur og halda andliti, en leyfa sér að hafa húmor fyrir efninu líka. Nálgunin er yfirdrifin en alvarleg, eða alvarlega yfirdrifin. Hasaratriðin eru fín en hafa ekki þennan „vá-faktor“ sem tugir annarra ofurhetjumynda hafa fært okkur. Slíkt auðvitað gerist þegar við fáum núorðið aldrei færri en sex á hverju ári. Þetta gæti líka eitthvað haft með það að gera að brellurnar eru ekkert alltof frábærar sums staðar. „Slow-mo“ stílíseringin verður einnig fullmikil og gefur hasarsenunum oft bjagaðan takt. Nýi, fjöltengdi bíóheimurinn hjá DC hefur ekki beinlínis farið vel af stað, þrátt fyrir allan metnað og peninga til stuðnings. Man of Steel var mikil vonbrigði og Batman v Superman og Suicide Squad reyndar yfirburða slakar, hvor á sinn máta. Þess vegna hefði þessi mynd þurft að klúðrast ansi heiftarlega til þess að eiga ekki séns á að vera betri en hinar, þó ágætlega hafi tekist til á endanum, til allrar lukku. Wonder Woman er allavega kærkomin viðbót í ofurhetjuflóru sem á til að endurtaka sig og má alveg við fleiri breytingum eða útúrsnúningum. Það er ekki langt þangað til að við sjáum Diönu í Justice League, en fleiri (og kannski aðeins betri) sólómyndir með henni væru meira en vel þegnar. Niðurstaða: Handritið er morandi í klisjum og lokahlutinn er áberandi veikari en restin. Afþreyingargildið er þó í lagi og Gal Gadot ber myndina uppi með miklum stæl. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Wonder Woman slær met Leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman er nú sá kvenkyns leikstjóri sem á aðsóknarmestu kvikmyndina á opnunarhelgi í Hollywood. 5. júní 2017 14:29 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og „legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdíóinu, sem getið hefur af sér heilar fimmtán bíómyndir án þess að hafa konu í lykilfókus. Amasónprinsessan Diana, í túlkun leikkonunnar Gal Gadot, var fyrst kynnt til leiks í Batman v Superman, þar sem hún eignaði sér nokkur augnablik en staldraði ekki nógu lengi við til þess að við gætum metið ágæti hennar. Með sinni fyrstu sólómynd, sem reynist vera prýðilega heppnuð, er rakinn hér bakgrunnur hennar (með öðrum sögum inniföldum reyndar); hvernig hún varð sú hetja sem við þekkjum í dag, með því að ætla sér að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina. Grínlaust. Í upphafi sögunnar á Diana margt ólært, en hún er öflug bardagakona, með tilkomumikinn stökkkraft, einstaklega flink með svipuna og grjótharða réttlætiskennd að vopni. Hennar skilningur á góðu og vondu fer ekki alveg vel saman við gráu svæðin sem við hin erum reglulega umkringd, eins og Diana fær að kynnast þegar hún ferðast langt út fyrir sitt þægindasvæði í fyrsta sinn. Sagan er upp á sitt sterkasta þegar fókusnum er beint á að tengja Diönu við okkar heima, óhugnað stríðs og hvernig hún neitar að láta aðra hindra sig. Því miður er allt sem líkist áhættu við framleiðsluna í algeru lágmarki, því farið er eftir helstu klisjum upphafssagna. Framvinda myndarinnar rennur út eins og einhver hafi soðið saman tóna og atburðarás fyrstu Captain America myndarinnar og Thor, nema hér er búið að víxla nokkrum kynjahlutverkum. Seinasti þriðjungur myndarinnar verður einnig kjánalegur (lokabardaginn sérstaklega) og nær sagan ekki alveg að vinna sér inn fyrir þeim hápunktum sem hún sækir í af fullri einlægni.Leikararnir standa sig samt allflestir vel þótt handritið gefi þeim lítið úr að moða. Gadot ber megnið af myndinni á herðum sér með miklum stæl; hún er sjálfsörugg og mátulega svöl. Leikkonan hefur mikla útgeislun (jafnvel þegar hreimurinn þvælist fyrir henni) og það skín enn meira af henni þegar hún finnur sína styrkleika sem hetja. Þau Chris Pine deila mátulegri kemistríu þegar samtölin verða ekki of stíf, en fyrir utan það ber Pine sig eins og hann oftast gerir, með sannfærandi blöndu af húmor og sjálfumgleði. Connie Nielsen, Danny Huston, Lucy Davis og fleiri eru traust í sínum hlutverkum. Robin Wright sker sig annars úr með flottri nærveru eins og spænska leikkonan Elena Anaya (The skin I live in) sem leikur efnafræðinginn illa Dr. Poison.Gal Gadot og Chris Pine fara með aðalhlutverk í Wonder Woman.NORDICPHOTOS/GETTYLeikstýran Patty Jenkins hefur aðallega unnið á smærri striga fram að þessu, með t.d. glæpadramanu Monster eða aðkomu að þáttum á borð við The Killing. Jenkins nær að tvinna saman jarðbundið drama og grískar goðafantasíur og halda andliti, en leyfa sér að hafa húmor fyrir efninu líka. Nálgunin er yfirdrifin en alvarleg, eða alvarlega yfirdrifin. Hasaratriðin eru fín en hafa ekki þennan „vá-faktor“ sem tugir annarra ofurhetjumynda hafa fært okkur. Slíkt auðvitað gerist þegar við fáum núorðið aldrei færri en sex á hverju ári. Þetta gæti líka eitthvað haft með það að gera að brellurnar eru ekkert alltof frábærar sums staðar. „Slow-mo“ stílíseringin verður einnig fullmikil og gefur hasarsenunum oft bjagaðan takt. Nýi, fjöltengdi bíóheimurinn hjá DC hefur ekki beinlínis farið vel af stað, þrátt fyrir allan metnað og peninga til stuðnings. Man of Steel var mikil vonbrigði og Batman v Superman og Suicide Squad reyndar yfirburða slakar, hvor á sinn máta. Þess vegna hefði þessi mynd þurft að klúðrast ansi heiftarlega til þess að eiga ekki séns á að vera betri en hinar, þó ágætlega hafi tekist til á endanum, til allrar lukku. Wonder Woman er allavega kærkomin viðbót í ofurhetjuflóru sem á til að endurtaka sig og má alveg við fleiri breytingum eða útúrsnúningum. Það er ekki langt þangað til að við sjáum Diönu í Justice League, en fleiri (og kannski aðeins betri) sólómyndir með henni væru meira en vel þegnar. Niðurstaða: Handritið er morandi í klisjum og lokahlutinn er áberandi veikari en restin. Afþreyingargildið er þó í lagi og Gal Gadot ber myndina uppi með miklum stæl.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Wonder Woman slær met Leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman er nú sá kvenkyns leikstjóri sem á aðsóknarmestu kvikmyndina á opnunarhelgi í Hollywood. 5. júní 2017 14:29 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikstjóri Wonder Woman slær met Leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman er nú sá kvenkyns leikstjóri sem á aðsóknarmestu kvikmyndina á opnunarhelgi í Hollywood. 5. júní 2017 14:29