Golden State Warriors 3-0 yfir og bara einum sigri frá fullkomnun | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:15 Kevin Durant og félagar fagna í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira