Rukkuðu 70 milljónir í Kerið Haraldur Guðmundsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Eigendur Kersins í Grímsnesi hófu að rukka fyrir aðgang að eldgígnum sumarið 2013 og hafa fleiri landeigendur víða um land fylgt í kjölfarið. Aðgangseyrir í Kerið er nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Vísir/Ernir Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira