Byggðastofnun á hluti að 1,2 milljarða virði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Í eigendastefnu Byggðastofnunar segir að markmið stofnunarinnar sé að selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Vísir/Pjetur Byggðastofnun á eignarhluti í 37 fyrirtækjum á landsbyggðinni sem voru samtals bókfærðir á tæplega 1,2 milljarða króna í ársreikningi stofnunarinnar í fyrra. Samkvæmt eigendastefnu stofnunarinnar skal hún almennt ekki vera beinn þátttakandi í atvinnurekstri og selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að hlutir stofnunarinnar í fyrirtækjum séu ávallt til sölu og auglýstir á heimasíðu hennar. Áhuginn á hlutunum sé hins vegar „afskaplega misjafn“. Byggðastofnun á meðal annars eignarhlut í nokkrum félögum í hótelrekstri sem og fasteignafélögum hótelbygginga. Hlutirnir hafa flestir verið í eigu stofnunarinnar um árabil og hefur hún sem dæmi átt hlut í Grand Hóteli Mývatni ehf. frá árinu 2002 og Hótel Flúðum hf. frá árinu 2003. Auk félaga í ferðaþjónustu og fasteignarekstri á Byggðastofnun hluti í ýmsum félögum, svo sem á sviði fjárfestinga, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, verslunar og þjónustu. Samkvæmt eigendastefnu Byggðastofnunar, sem samþykkt var árið 2014, skal „fjárhagsleg fyrirgreiðsla almennt miðast við að stofnunin sé ekki beinn þátttakandi í atvinnurekstri“. Er sérstaklega tekið fram að markmið stofnunarinnar sé að selja hluti sína svo fljótt sem kostur er. Þó er henni heimilt að eiga allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækjum ef ríkar ástæður eru til að mati stjórnarinnar. Aðalsteinn segir eignarhlutum Byggðastofnunar hafa fækkað verulega á undanförnum tveimur til þremur árum. „Það er alltaf verið að selja eitthvað af þessu. Félögin voru mörg fyrir nokkrum árum, um áttatíu talsins, en eru nú færri en fjörutíu.“ Hann nefnir að Byggðastofnun hafi ekki keypt beint hluti í félögum í mörg ár, meðal annars vegna samkeppnissjónarmiða, en stofnunin hafi eignast töluvert af hlutum vegna skuldaskila í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri ByggðastofnunarEins og áður sagði hafa margir eignarhlutir stofnunarinnar verið til sölu í yfir áratug. Aðalsteinn viðurkennir að sumir hlutanna þyki ekki spennandi fjárfestingarkostir einhverra hluta vegna. Áhugi fjárfesta á hlutunum sé afskaplega misjafn og fari eftir ýmsu, til dæmis stærð þeirra og rekstri umræddra fyrirtækja. Aðspurður segir Aðalsteinn jafnframt að Byggðastofnun gæti hagsmuna sinna og fylgist með rekstri fyrirtækjanna, rétt eins og kveðið er á um í eigendastefnunni. „Ef eignarhlutirnir eru það stórir að þeim fylgir réttur til að tilnefna stjórnarmann gerum við það alltaf.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Byggðastofnun á eignarhluti í 37 fyrirtækjum á landsbyggðinni sem voru samtals bókfærðir á tæplega 1,2 milljarða króna í ársreikningi stofnunarinnar í fyrra. Samkvæmt eigendastefnu stofnunarinnar skal hún almennt ekki vera beinn þátttakandi í atvinnurekstri og selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að hlutir stofnunarinnar í fyrirtækjum séu ávallt til sölu og auglýstir á heimasíðu hennar. Áhuginn á hlutunum sé hins vegar „afskaplega misjafn“. Byggðastofnun á meðal annars eignarhlut í nokkrum félögum í hótelrekstri sem og fasteignafélögum hótelbygginga. Hlutirnir hafa flestir verið í eigu stofnunarinnar um árabil og hefur hún sem dæmi átt hlut í Grand Hóteli Mývatni ehf. frá árinu 2002 og Hótel Flúðum hf. frá árinu 2003. Auk félaga í ferðaþjónustu og fasteignarekstri á Byggðastofnun hluti í ýmsum félögum, svo sem á sviði fjárfestinga, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, verslunar og þjónustu. Samkvæmt eigendastefnu Byggðastofnunar, sem samþykkt var árið 2014, skal „fjárhagsleg fyrirgreiðsla almennt miðast við að stofnunin sé ekki beinn þátttakandi í atvinnurekstri“. Er sérstaklega tekið fram að markmið stofnunarinnar sé að selja hluti sína svo fljótt sem kostur er. Þó er henni heimilt að eiga allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækjum ef ríkar ástæður eru til að mati stjórnarinnar. Aðalsteinn segir eignarhlutum Byggðastofnunar hafa fækkað verulega á undanförnum tveimur til þremur árum. „Það er alltaf verið að selja eitthvað af þessu. Félögin voru mörg fyrir nokkrum árum, um áttatíu talsins, en eru nú færri en fjörutíu.“ Hann nefnir að Byggðastofnun hafi ekki keypt beint hluti í félögum í mörg ár, meðal annars vegna samkeppnissjónarmiða, en stofnunin hafi eignast töluvert af hlutum vegna skuldaskila í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri ByggðastofnunarEins og áður sagði hafa margir eignarhlutir stofnunarinnar verið til sölu í yfir áratug. Aðalsteinn viðurkennir að sumir hlutanna þyki ekki spennandi fjárfestingarkostir einhverra hluta vegna. Áhugi fjárfesta á hlutunum sé afskaplega misjafn og fari eftir ýmsu, til dæmis stærð þeirra og rekstri umræddra fyrirtækja. Aðspurður segir Aðalsteinn jafnframt að Byggðastofnun gæti hagsmuna sinna og fylgist með rekstri fyrirtækjanna, rétt eins og kveðið er á um í eigendastefnunni. „Ef eignarhlutirnir eru það stórir að þeim fylgir réttur til að tilnefna stjórnarmann gerum við það alltaf.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent