Byggðastofnun á hluti að 1,2 milljarða virði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Í eigendastefnu Byggðastofnunar segir að markmið stofnunarinnar sé að selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Vísir/Pjetur Byggðastofnun á eignarhluti í 37 fyrirtækjum á landsbyggðinni sem voru samtals bókfærðir á tæplega 1,2 milljarða króna í ársreikningi stofnunarinnar í fyrra. Samkvæmt eigendastefnu stofnunarinnar skal hún almennt ekki vera beinn þátttakandi í atvinnurekstri og selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að hlutir stofnunarinnar í fyrirtækjum séu ávallt til sölu og auglýstir á heimasíðu hennar. Áhuginn á hlutunum sé hins vegar „afskaplega misjafn“. Byggðastofnun á meðal annars eignarhlut í nokkrum félögum í hótelrekstri sem og fasteignafélögum hótelbygginga. Hlutirnir hafa flestir verið í eigu stofnunarinnar um árabil og hefur hún sem dæmi átt hlut í Grand Hóteli Mývatni ehf. frá árinu 2002 og Hótel Flúðum hf. frá árinu 2003. Auk félaga í ferðaþjónustu og fasteignarekstri á Byggðastofnun hluti í ýmsum félögum, svo sem á sviði fjárfestinga, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, verslunar og þjónustu. Samkvæmt eigendastefnu Byggðastofnunar, sem samþykkt var árið 2014, skal „fjárhagsleg fyrirgreiðsla almennt miðast við að stofnunin sé ekki beinn þátttakandi í atvinnurekstri“. Er sérstaklega tekið fram að markmið stofnunarinnar sé að selja hluti sína svo fljótt sem kostur er. Þó er henni heimilt að eiga allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækjum ef ríkar ástæður eru til að mati stjórnarinnar. Aðalsteinn segir eignarhlutum Byggðastofnunar hafa fækkað verulega á undanförnum tveimur til þremur árum. „Það er alltaf verið að selja eitthvað af þessu. Félögin voru mörg fyrir nokkrum árum, um áttatíu talsins, en eru nú færri en fjörutíu.“ Hann nefnir að Byggðastofnun hafi ekki keypt beint hluti í félögum í mörg ár, meðal annars vegna samkeppnissjónarmiða, en stofnunin hafi eignast töluvert af hlutum vegna skuldaskila í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri ByggðastofnunarEins og áður sagði hafa margir eignarhlutir stofnunarinnar verið til sölu í yfir áratug. Aðalsteinn viðurkennir að sumir hlutanna þyki ekki spennandi fjárfestingarkostir einhverra hluta vegna. Áhugi fjárfesta á hlutunum sé afskaplega misjafn og fari eftir ýmsu, til dæmis stærð þeirra og rekstri umræddra fyrirtækja. Aðspurður segir Aðalsteinn jafnframt að Byggðastofnun gæti hagsmuna sinna og fylgist með rekstri fyrirtækjanna, rétt eins og kveðið er á um í eigendastefnunni. „Ef eignarhlutirnir eru það stórir að þeim fylgir réttur til að tilnefna stjórnarmann gerum við það alltaf.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Byggðastofnun á eignarhluti í 37 fyrirtækjum á landsbyggðinni sem voru samtals bókfærðir á tæplega 1,2 milljarða króna í ársreikningi stofnunarinnar í fyrra. Samkvæmt eigendastefnu stofnunarinnar skal hún almennt ekki vera beinn þátttakandi í atvinnurekstri og selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að hlutir stofnunarinnar í fyrirtækjum séu ávallt til sölu og auglýstir á heimasíðu hennar. Áhuginn á hlutunum sé hins vegar „afskaplega misjafn“. Byggðastofnun á meðal annars eignarhlut í nokkrum félögum í hótelrekstri sem og fasteignafélögum hótelbygginga. Hlutirnir hafa flestir verið í eigu stofnunarinnar um árabil og hefur hún sem dæmi átt hlut í Grand Hóteli Mývatni ehf. frá árinu 2002 og Hótel Flúðum hf. frá árinu 2003. Auk félaga í ferðaþjónustu og fasteignarekstri á Byggðastofnun hluti í ýmsum félögum, svo sem á sviði fjárfestinga, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, verslunar og þjónustu. Samkvæmt eigendastefnu Byggðastofnunar, sem samþykkt var árið 2014, skal „fjárhagsleg fyrirgreiðsla almennt miðast við að stofnunin sé ekki beinn þátttakandi í atvinnurekstri“. Er sérstaklega tekið fram að markmið stofnunarinnar sé að selja hluti sína svo fljótt sem kostur er. Þó er henni heimilt að eiga allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækjum ef ríkar ástæður eru til að mati stjórnarinnar. Aðalsteinn segir eignarhlutum Byggðastofnunar hafa fækkað verulega á undanförnum tveimur til þremur árum. „Það er alltaf verið að selja eitthvað af þessu. Félögin voru mörg fyrir nokkrum árum, um áttatíu talsins, en eru nú færri en fjörutíu.“ Hann nefnir að Byggðastofnun hafi ekki keypt beint hluti í félögum í mörg ár, meðal annars vegna samkeppnissjónarmiða, en stofnunin hafi eignast töluvert af hlutum vegna skuldaskila í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri ByggðastofnunarEins og áður sagði hafa margir eignarhlutir stofnunarinnar verið til sölu í yfir áratug. Aðalsteinn viðurkennir að sumir hlutanna þyki ekki spennandi fjárfestingarkostir einhverra hluta vegna. Áhugi fjárfesta á hlutunum sé afskaplega misjafn og fari eftir ýmsu, til dæmis stærð þeirra og rekstri umræddra fyrirtækja. Aðspurður segir Aðalsteinn jafnframt að Byggðastofnun gæti hagsmuna sinna og fylgist með rekstri fyrirtækjanna, rétt eins og kveðið er á um í eigendastefnunni. „Ef eignarhlutirnir eru það stórir að þeim fylgir réttur til að tilnefna stjórnarmann gerum við það alltaf.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira