Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:25 Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Vísir Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira