Ísland aðili að 100 ríkja samningi um baráttu gegn skattaundanskotum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:45 Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira