Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:45 Hér má sjá dæmi um gatnaskipulag Borgarlínunar. SSH Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06
Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00