Verjandinn krefst farsímagagna úr möstrum nærri þeim stað þar sem lík Birnu fannst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18
Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00