Siggi Hlö hættir á Pipar eftir 20 ára starf Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 13:48 Fyrsti formlegi dagurinn sem Siggi Hlö er ekki í vinnu og hann fann sig númer 3 í Costcoröðinni í morgun. Sigurður Hlöðversson, sjónvarps-, útvarps- en fyrst og fremst auglýsingamaður – Siggi Hlö – tilkynnti samstarfsfólki sínu á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, nokkuð óvænt, að hann ætlaði að hætta hjá fyrirtækinu. „Ég veit það ekki. Allt galopið. Ég mun ekki þjást af verkefnaskorti,“ segir Siggi í samtali við Vísi. Hann segist hafa verið að velta þessu fyrir sér í dágóðan tíma en þetta hafi ekki verið auðvelt skref. Hann hefur starfað við að byggja upp fyrirtækið nú í 20 ár, en Pipar er ein stærsta auglýsingastofa landsins. „Ég hef verið að búa til þetta glæsilega fyrirtæki með góðu fólki. Verkefni mínu er lokið, stofan er komin í góðar hendur. Ágætt að finna sér eitthvað annað,“ segir Siggi Hlö. Hann er þó ekki að hugsa um að venda kvæði sínu í kross og finna sér annan starfsvettvang. Hann segist alltaf verða með einhverjar tær inni í bransanum, eins og hann orðar það. „Ég verð að leysa af á Bylgjunni, konan mín er með ferðaskrifstofu þar sem þarf, stöðugt verið að bjóða mér í kaffisopa.“ Siggi Hlö segist einnig ætla sér að lækka forgjöfina í golfinu í sumar. Hann er með 14,6 í forgjöf, sem er mjög virðuleg forgjöf, en stefnir á 13. „Það gæti orðið í sumar ef maður verður bara úti á velli. Ég er svolítið eins og barn sem enginn veit hvað á að gera við. Í dag var fyrsti formlegi dagurinn sem ég er ekki í vinnunni. Og hvar endaði ég ekki í morgun? Ég var númer þrjú í röðinni í Costco. Bara gaman að því.“ Siggi Hlö segir að skilnaður hans við fyrirtækið hafi verið í góðu. Hann er og verður áfram einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Þetta var sem sagt ekki uppgjör milli hans og félaga hans Valgeirs Magnússonar – Valla Sport? „Ekkert uppgjör í dimmu reykherbergi. Við Valli erum bestu vinir og það breytist seint. Ég ekki orðinn fimmtugur. Maður á góðan sprett eftir. Í ögrandi verkefnum. Ég elska áskoranir.“ Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Sigurður Hlöðversson, sjónvarps-, útvarps- en fyrst og fremst auglýsingamaður – Siggi Hlö – tilkynnti samstarfsfólki sínu á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, nokkuð óvænt, að hann ætlaði að hætta hjá fyrirtækinu. „Ég veit það ekki. Allt galopið. Ég mun ekki þjást af verkefnaskorti,“ segir Siggi í samtali við Vísi. Hann segist hafa verið að velta þessu fyrir sér í dágóðan tíma en þetta hafi ekki verið auðvelt skref. Hann hefur starfað við að byggja upp fyrirtækið nú í 20 ár, en Pipar er ein stærsta auglýsingastofa landsins. „Ég hef verið að búa til þetta glæsilega fyrirtæki með góðu fólki. Verkefni mínu er lokið, stofan er komin í góðar hendur. Ágætt að finna sér eitthvað annað,“ segir Siggi Hlö. Hann er þó ekki að hugsa um að venda kvæði sínu í kross og finna sér annan starfsvettvang. Hann segist alltaf verða með einhverjar tær inni í bransanum, eins og hann orðar það. „Ég verð að leysa af á Bylgjunni, konan mín er með ferðaskrifstofu þar sem þarf, stöðugt verið að bjóða mér í kaffisopa.“ Siggi Hlö segist einnig ætla sér að lækka forgjöfina í golfinu í sumar. Hann er með 14,6 í forgjöf, sem er mjög virðuleg forgjöf, en stefnir á 13. „Það gæti orðið í sumar ef maður verður bara úti á velli. Ég er svolítið eins og barn sem enginn veit hvað á að gera við. Í dag var fyrsti formlegi dagurinn sem ég er ekki í vinnunni. Og hvar endaði ég ekki í morgun? Ég var númer þrjú í röðinni í Costco. Bara gaman að því.“ Siggi Hlö segir að skilnaður hans við fyrirtækið hafi verið í góðu. Hann er og verður áfram einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Þetta var sem sagt ekki uppgjör milli hans og félaga hans Valgeirs Magnússonar – Valla Sport? „Ekkert uppgjör í dimmu reykherbergi. Við Valli erum bestu vinir og það breytist seint. Ég ekki orðinn fimmtugur. Maður á góðan sprett eftir. Í ögrandi verkefnum. Ég elska áskoranir.“
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira