Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2026 21:48 Ásbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Myndin var tekin við Búrfellsvirkjun 2 árið 2018 en þar var Ásbjörg yfirverkefnisstjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár. Í kvöldfréttum Sýnar var rifjað upp að tæpur áratugur er liðinn frá því framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar náðu hámarki. Þegar þeim lauk tók við virkjanahlé hjá Landsvirkjun. Því lauk í fyrra þegar gerð vindmyllugarðs hófst við Sultartanga auk þess sem undirbúningsframkvæmdir hófust við Hvammsvirkjun. Kærumál hafa hindrað frekari framkvæmdir þar en Landsvirkjunarmenn vonast núna til að það styttist í endanlegt leyfi. Frá framkvæmdum Landsvirkjunar við frárennslisskurð Hvammsvirkjunar síðastliðið sumar. Þjórsá sést vinstra megin og Skarðsfjall næst til hægri.Anton Brink „Við erum komin núna með endurnýjað virkjunarleyfi og því er endurnýjað framkvæmdaleyfi á döfinni hjá okkur líka. Þannig að áætlanir okkar eru á þann veg að við ætlum að fara út með öll útboð þeirrar virkjunar á þessu ári,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Landsvirkjun er raunar þegar búin að bjóða út næsta verkþátt við Hvammsvirkjun, sem er gröftur og jarðvinna vegna stöðvarhúss og stíflustæða. Ásbjörg vonast til að framkvæmdaleyfið fáist í næsta mánuði. Frárennslisskurður Hvammsvirkjunar mun ná niður fyrir Ölmóðsey, sem sést efst til vinstri. Eystri kvísl Þjórsár verður stífluð þar sem áin klofnar um Ölmóðsey. Efst til hægri sést í Núpsbæina, Stóranúp og Minnanúp.Anton Brink „Við erum úti með þetta útboð núna sem við ætlum að opna í næsta mánuði. Fljótlega í framhaldinu eigum við von á framkvæmdaleyfi og því að framkvæmdir geti hafist á verkstað.“ Landsvirkjun er einnig búin að bjóða út stækkun Sigöldustöðvar sem felur í sér smíði viðbyggingar og gerð þrýstipípu sem og breikkun frárennslisskurðar. Stækka á Sigöldu um allt að 65 megavött eða um 43%. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun hyggst stækka hana upp í allt að 215 megavött.Arnar Halldórsson Þá tilkynnti Landsvirkjun í vikunni að góð vatnsstaða yrði nýtt til þess að stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar. „Þetta verkefni sem við hyggjumst fara í núna fyrir Sultartangastöð er eingöngu til þess að bara tryggja minnkun falltapa,“ segir Ásbjörg. Skammt frá Sultartanga, á Vaðöldu, er unnið að gerð vindmyllugarðs. Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu. Næst sést brúin yfir farveg Þjórsá við Sultartangavirkjun.Mynd/Landsvirkjun „Það eru ákveðin útboð sem eru ennþá eftir fyrir Vaðölduver. Og svo erum við líka að fara af stað með útboð á toppþrýstingsvél á Þeistareykjum.“ Þeirri vél er ætlað að bæta nýtingu á núverandi aflvélum Þeistareykja. „Þar er í dag aflstöð með tveimur vélum og við viljum síðar meir bæta þar við þriðju og fjórðu vélinni. En það er ekki alveg komið á áætlun hjá okkur strax.“ Alls áformar Landsvirkjun í ár að verja 29 milljörðum króna til framkvæmda en bjóða út verk fyrir 70 milljarða króna. Frá framkvæmdum við Hvammsvirkjun síðastliðið sumar.Anton Brink En stóra spurningin er hvort fyrirtækinu takist að setja framkvæmdir við Hvammsvirkjun á fullt. „Ég er bara full bjartsýni, ég sé enga ástæðu fyrir annað.“ -Ekki fleiri kærumál? „Það er ekki útilokað að það muni koma fleiri kærur fram. Það er nú svo sem bara eins og verið hefur,“ svarar Ásbjörg í frétt Sýnar sem sjá má hér: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. 20. janúar 2026 22:44 Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Landsvirkjun hyggst nýta góða vatnsstöðu til að ráðast í stór viðhalds- og endurbótaverkefni sem erfitt er að komast í við eðlilegar aðstæður í vinnslukerfinu. Viðamest þeirra verkefna er stækkun aðrennslisganga Sultartangastöðvar. 19. janúar 2026 10:40 Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. 21. nóvember 2025 16:50 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar var rifjað upp að tæpur áratugur er liðinn frá því framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar náðu hámarki. Þegar þeim lauk tók við virkjanahlé hjá Landsvirkjun. Því lauk í fyrra þegar gerð vindmyllugarðs hófst við Sultartanga auk þess sem undirbúningsframkvæmdir hófust við Hvammsvirkjun. Kærumál hafa hindrað frekari framkvæmdir þar en Landsvirkjunarmenn vonast núna til að það styttist í endanlegt leyfi. Frá framkvæmdum Landsvirkjunar við frárennslisskurð Hvammsvirkjunar síðastliðið sumar. Þjórsá sést vinstra megin og Skarðsfjall næst til hægri.Anton Brink „Við erum komin núna með endurnýjað virkjunarleyfi og því er endurnýjað framkvæmdaleyfi á döfinni hjá okkur líka. Þannig að áætlanir okkar eru á þann veg að við ætlum að fara út með öll útboð þeirrar virkjunar á þessu ári,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Landsvirkjun er raunar þegar búin að bjóða út næsta verkþátt við Hvammsvirkjun, sem er gröftur og jarðvinna vegna stöðvarhúss og stíflustæða. Ásbjörg vonast til að framkvæmdaleyfið fáist í næsta mánuði. Frárennslisskurður Hvammsvirkjunar mun ná niður fyrir Ölmóðsey, sem sést efst til vinstri. Eystri kvísl Þjórsár verður stífluð þar sem áin klofnar um Ölmóðsey. Efst til hægri sést í Núpsbæina, Stóranúp og Minnanúp.Anton Brink „Við erum úti með þetta útboð núna sem við ætlum að opna í næsta mánuði. Fljótlega í framhaldinu eigum við von á framkvæmdaleyfi og því að framkvæmdir geti hafist á verkstað.“ Landsvirkjun er einnig búin að bjóða út stækkun Sigöldustöðvar sem felur í sér smíði viðbyggingar og gerð þrýstipípu sem og breikkun frárennslisskurðar. Stækka á Sigöldu um allt að 65 megavött eða um 43%. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun hyggst stækka hana upp í allt að 215 megavött.Arnar Halldórsson Þá tilkynnti Landsvirkjun í vikunni að góð vatnsstaða yrði nýtt til þess að stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar. „Þetta verkefni sem við hyggjumst fara í núna fyrir Sultartangastöð er eingöngu til þess að bara tryggja minnkun falltapa,“ segir Ásbjörg. Skammt frá Sultartanga, á Vaðöldu, er unnið að gerð vindmyllugarðs. Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu. Næst sést brúin yfir farveg Þjórsá við Sultartangavirkjun.Mynd/Landsvirkjun „Það eru ákveðin útboð sem eru ennþá eftir fyrir Vaðölduver. Og svo erum við líka að fara af stað með útboð á toppþrýstingsvél á Þeistareykjum.“ Þeirri vél er ætlað að bæta nýtingu á núverandi aflvélum Þeistareykja. „Þar er í dag aflstöð með tveimur vélum og við viljum síðar meir bæta þar við þriðju og fjórðu vélinni. En það er ekki alveg komið á áætlun hjá okkur strax.“ Alls áformar Landsvirkjun í ár að verja 29 milljörðum króna til framkvæmda en bjóða út verk fyrir 70 milljarða króna. Frá framkvæmdum við Hvammsvirkjun síðastliðið sumar.Anton Brink En stóra spurningin er hvort fyrirtækinu takist að setja framkvæmdir við Hvammsvirkjun á fullt. „Ég er bara full bjartsýni, ég sé enga ástæðu fyrir annað.“ -Ekki fleiri kærumál? „Það er ekki útilokað að það muni koma fleiri kærur fram. Það er nú svo sem bara eins og verið hefur,“ svarar Ásbjörg í frétt Sýnar sem sjá má hér:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. 20. janúar 2026 22:44 Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Landsvirkjun hyggst nýta góða vatnsstöðu til að ráðast í stór viðhalds- og endurbótaverkefni sem erfitt er að komast í við eðlilegar aðstæður í vinnslukerfinu. Viðamest þeirra verkefna er stækkun aðrennslisganga Sultartangastöðvar. 19. janúar 2026 10:40 Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. 21. nóvember 2025 16:50 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. 20. janúar 2026 22:44
Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Landsvirkjun hyggst nýta góða vatnsstöðu til að ráðast í stór viðhalds- og endurbótaverkefni sem erfitt er að komast í við eðlilegar aðstæður í vinnslukerfinu. Viðamest þeirra verkefna er stækkun aðrennslisganga Sultartangastöðvar. 19. janúar 2026 10:40
Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. 21. nóvember 2025 16:50
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09