Sex manna alsírskri fjölskyldu vísað úr landi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 22:45 Þegar ljósmyndara bar að garði var Haddouche fjölskyldan á leið á Keflavíkurflugvöll í lögreglufylgd. Vísir/Andri Marinó Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira