Versta afkoma álvers Norðuráls frá upphafi Haraldur Guðmundsson skrifar 7. júní 2017 09:00 Norðurál hefur rekið álverið á Grundartanga frá júní 1998. Vísir/Stefán Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með 21,2 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, og er um að ræða verstu afkomu í nítján ára sögu fyrirtækisins. Tekjur álversins drógust saman um ellefu prósent og bendir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, á að álverð hafi í fyrra ekki verið lægra síðan 2003. „Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Við erum líka að sjá áhrifin af sterkari krónu og launahækkanir hér hafa verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostnaður því aukist,“ segir Ragnar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri NorðurálsForstjórinn bendir á að álverð hafi hækkað um 20 prósent frá meðalverðinu í fyrra. Tonn af áli hafi í gær kostað um 1.918 dali en að meðaltali um 1.600 dali í fyrra. „Frá síðasta ári hefur krónan styrkst enn þá meira og launahækkanir eru enn þá töluvert miklar. Þetta er hluti af skýringunni á afkomunni í fyrra þar sem stóra myndin er tekjurnar.“ Tekjur álversins í fyrra námu 516 milljónum dala, eða 58 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í lok árs, og drógust saman um 65 milljónir dala milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig eða úr 476 milljónum dala árið 2015 í 450 milljónir. Álverið á Grundartanga hefur ekki skilað tapi síðan árið 2009 þegar afkoman var neikvæð um 3,2 milljónir dala. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 82,7 milljónir árið 2014. Síðastliðin tíu ár hefur afkoman þó ekki verið betri en árið 2008 þegar álverið var rekið með 164 milljóna dala hagnaði. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 26 milljónum dala í fyrra samanborið við 63 milljónir árið 2015. Eigið fé félagsins var jákvætt um 375 milljónir í árslok 2016 samanborið við 397 milljónir á sama tíma árið á undan. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. félagsins samþykkti í apríl að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekstursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum og hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir árið í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með 21,2 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, og er um að ræða verstu afkomu í nítján ára sögu fyrirtækisins. Tekjur álversins drógust saman um ellefu prósent og bendir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, á að álverð hafi í fyrra ekki verið lægra síðan 2003. „Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Við erum líka að sjá áhrifin af sterkari krónu og launahækkanir hér hafa verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostnaður því aukist,“ segir Ragnar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri NorðurálsForstjórinn bendir á að álverð hafi hækkað um 20 prósent frá meðalverðinu í fyrra. Tonn af áli hafi í gær kostað um 1.918 dali en að meðaltali um 1.600 dali í fyrra. „Frá síðasta ári hefur krónan styrkst enn þá meira og launahækkanir eru enn þá töluvert miklar. Þetta er hluti af skýringunni á afkomunni í fyrra þar sem stóra myndin er tekjurnar.“ Tekjur álversins í fyrra námu 516 milljónum dala, eða 58 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í lok árs, og drógust saman um 65 milljónir dala milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig eða úr 476 milljónum dala árið 2015 í 450 milljónir. Álverið á Grundartanga hefur ekki skilað tapi síðan árið 2009 þegar afkoman var neikvæð um 3,2 milljónir dala. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 82,7 milljónir árið 2014. Síðastliðin tíu ár hefur afkoman þó ekki verið betri en árið 2008 þegar álverið var rekið með 164 milljóna dala hagnaði. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 26 milljónum dala í fyrra samanborið við 63 milljónir árið 2015. Eigið fé félagsins var jákvætt um 375 milljónir í árslok 2016 samanborið við 397 milljónir á sama tíma árið á undan. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. félagsins samþykkti í apríl að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekstursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum og hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir árið í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira