Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 19:45 Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira