„Þið ástundið bara ömurlega pólitík“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2017 16:36 Slagsmál milli borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar eru komin út fyrir veggi Ráðhússins og vanda þau hvert öðru ekki kveðjurnar. Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Húsnæðismálin í borginni eru sjóðbullandi heit um þessar mundir og átök mikil milli flokka. Slagsmálin eru komin út fyrir veggi ráðhússins. Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar og hún sendir minnihlutanum í borginni, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki tóninn í nýrri færslu nú fyrir stundu: „Jæja. Línur geta ekki verið skýrari í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallavinir eru á móti húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Og Sjálfstæðismenn eru líka á móti tillögum sem unnar voru í samvinnu við þá sjálfa í ríkisstjórn. Þessir tveir flokkar eru ekki lausnin þegar það kemur að húsnæðismálum borgarinnar. Þeir eru vandinn. Þeir hafa enga framtíðarsýn, eru íhaldssamir og halda að markaðurinn leysi allt. Engin plön. Ekkert. Ég vona svo sannarlega að þessir flokkar fái ekki að ráða nokkrum hlut um framtíð Reykvíkinga um ókomna tíð. Munurinn á hægri og vinstri er aldrei meiri en þegar við ræðum framtíðina og húsnæðismálin.“Þið eruð á móti öllu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, Halldór Halldórsson, vill ekki sitja undir þessu og svarar forsetanum fullum hálsi: „Skemmtilegt að þú skulir vekja athygli á þessu. Það vantar fleiri þúsund íbúðir í Reykjavík. Við í minnihlutanum höfum lagt til alls konar lausnir sem þið í meirihlutanum hafið fellt. Það voru 400 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði árið 2014 en eru rúmlega 1.000 manns núna. Við getum ekki stutt fleiri leiksýningar af hálfu meirihlutans í Reykjavík í þessum húsnæðismálum.“ Ljóst er að Líf telur málflutning Halldórs ekki uppá marga fiska og lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þið ástundið bara ömurlega pólitík og eruð mestmegnis á móti öllu.“Skammarlegar leiksýningar Dags Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks blandar sér einnig í leikinn og vill sauma að Líf: „Nei við erum ekki á móti húsnæðisuppbyggingu eins og þið í meirihlutanum sem hafið valdið miklu tjóni með aðgerðarleysi ykkar og röngum ákvörðunum síðustu 3 árin. Það er skömm að VG hafi tekið þátt í þessum leiksýningum borgarstjóra í 3 ár. Eins og þú veist Líf hefur orðið 41% aukning á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík á 1 og 1/2 ári á vaktinni ykkar.“ Þessar sjóðheitu umræður eru yfirstandandi núna og óvíst hvert þær fara en spennustigið er hátt.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira