Göturnar tæmdust eftir árásina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 19:45 Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira