Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 14:09 Gunnar Páll og gíraffinn í garðinum. „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“ Costco Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“
Costco Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira