Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 14:09 Gunnar Páll og gíraffinn í garðinum. „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“ Costco Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“
Costco Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira