Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 03:00 Einn af árásarmönnunum. Vísir Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34 Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34
Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01