Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 14:47 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira