Vilja veita ungu fólki aukalán fyrir fyrstu íbúðarkaupunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirrita samninginn um lóðirnar. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra fylgist spenntur með því sem fram fer. vísir/anton brink Áætlað er að hægt verði að byggja tvö þúsund íbúðir á lóðum innan borgarmarkanna sem ríkið á í dag en Reykjavíkurborg mun eignast. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu lóðanna. Á sex lóðum vestan Kringlumýrarbrautar verður hægt að byggja 1.100 íbúðir auk þess sem 900 íbúðir verða byggðar í landi Keldna. Benedikt tilkynnti einnig að viðræður stæðu yfir við Kópavogsbæ um ríkislóðir. Þar er um að ræða lóð á Vatnsendahæð, en ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir væri hægt að skipuleggja á þeirri lóð. Þróun og skipulag lóðanna er ein af fjórtán aðgerðum húsnæðissáttmála sem kynntur var í gær til að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir að samkomulagið við Reykjavíkurborg sé ein af þremur mikilvægustu tillögunum. Þessar tvö þúsund íbúðir eru þó einungis lítill hluti af því sem þarf að byggja þar sem þörf er á níu þúsund íbúðum á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Í annan stað sé mjög mikilvægt að einfalda skipulagslöggjöf og ferla. „Það er alveg ljóst í gegnum þessi þéttingarverkefni sem mikil áhersla er lögð á hjá öllum sveitarfélögum að skipulagsferillinn tekur of langan tíma og verður allt of kostnaðarsamur,“ segir Þorsteinn. Þetta geri öll viðbrögð við skyndilegum eftirspurnarbreytingum mun seinlegri. „Það er allt of mikið að þurfa að mæla skipulagsferilinn í árum. Þarna þarf að leita leiða til að hraða honum verulega án þess að þar sé fórnað gæðum eða meginviðmiðum í góðu skipulagi,“ bætir hann við. Þá segir Þorsteinn mjög mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt er að styðja ungt fólk til þess að stíga sín fyrstu skref í íbúðakaupum. „Við erum að sjá það mjög skýrt að það er stór hópur sem hefur ágæta greiðslugetu en virðist eiga mjög erfitt með að ráða við útborgun í fyrstu kaupum. Þar höfum við nú þegar úrræði sem er nýting séreignarsparnaðar til fyrstu kaupa en við erum líka að horfa til fjölbreyttari fjármögnunarmöguleika,“ segir Þorsteinn. Þar sé horft til reynslu Norðmanna af svokölluðum startlánum, þar sem ungt fólk fær viðbótarlán frá ríkinu. „Ég vona að við munum nota þetta ár til að móta þessar aðgerðir. Það þarf að vanda til, sér í lagi vegna þess að við viljum ekki endurtaka mistök fyrri ára og örva eftirspurn á svona þenslupunkti,“ segir Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Áætlað er að hægt verði að byggja tvö þúsund íbúðir á lóðum innan borgarmarkanna sem ríkið á í dag en Reykjavíkurborg mun eignast. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu lóðanna. Á sex lóðum vestan Kringlumýrarbrautar verður hægt að byggja 1.100 íbúðir auk þess sem 900 íbúðir verða byggðar í landi Keldna. Benedikt tilkynnti einnig að viðræður stæðu yfir við Kópavogsbæ um ríkislóðir. Þar er um að ræða lóð á Vatnsendahæð, en ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir væri hægt að skipuleggja á þeirri lóð. Þróun og skipulag lóðanna er ein af fjórtán aðgerðum húsnæðissáttmála sem kynntur var í gær til að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir að samkomulagið við Reykjavíkurborg sé ein af þremur mikilvægustu tillögunum. Þessar tvö þúsund íbúðir eru þó einungis lítill hluti af því sem þarf að byggja þar sem þörf er á níu þúsund íbúðum á næstu þremur árum til að mæta eftirspurn. Í annan stað sé mjög mikilvægt að einfalda skipulagslöggjöf og ferla. „Það er alveg ljóst í gegnum þessi þéttingarverkefni sem mikil áhersla er lögð á hjá öllum sveitarfélögum að skipulagsferillinn tekur of langan tíma og verður allt of kostnaðarsamur,“ segir Þorsteinn. Þetta geri öll viðbrögð við skyndilegum eftirspurnarbreytingum mun seinlegri. „Það er allt of mikið að þurfa að mæla skipulagsferilinn í árum. Þarna þarf að leita leiða til að hraða honum verulega án þess að þar sé fórnað gæðum eða meginviðmiðum í góðu skipulagi,“ bætir hann við. Þá segir Þorsteinn mjög mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt er að styðja ungt fólk til þess að stíga sín fyrstu skref í íbúðakaupum. „Við erum að sjá það mjög skýrt að það er stór hópur sem hefur ágæta greiðslugetu en virðist eiga mjög erfitt með að ráða við útborgun í fyrstu kaupum. Þar höfum við nú þegar úrræði sem er nýting séreignarsparnaðar til fyrstu kaupa en við erum líka að horfa til fjölbreyttari fjármögnunarmöguleika,“ segir Þorsteinn. Þar sé horft til reynslu Norðmanna af svokölluðum startlánum, þar sem ungt fólk fær viðbótarlán frá ríkinu. „Ég vona að við munum nota þetta ár til að móta þessar aðgerðir. Það þarf að vanda til, sér í lagi vegna þess að við viljum ekki endurtaka mistök fyrri ára og örva eftirspurn á svona þenslupunkti,“ segir Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira