Jafnvægi á húsnæðismarkaði 2019 Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2017 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. visir/vilhelm Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira