Jafnvægi á húsnæðismarkaði 2019 Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2017 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. visir/vilhelm Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Samkomulagið felur í sér sölu á lóðum í Reykjavík sem eru í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allt í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir til viðbótar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Auk þess væri hægt að bæta við 900 íbúðum í Keldnahverfi en það er þó bundið þeim fyrirvara að borgarlínan verði að veruleika þar sem Miklabrautin myndi ekki anna auknu álagi. Lóðirnar sem falla undir yfirlýsinguna eru Landhelgisgæslulóðin, lóð Listaháskólans, lóð Borgarspítala og Keldur. „Hér voru lagðar fram brattar tímaáætlanir sem miða að því að einfalda alls konar reglur í tengslum við uppbyggginu. Ef allt gengur vel ættu þessar að geta verið komnar út á markaðinn 2019 eða 2020," segir Dagur B. Eggertsson. Samkvæmt aðgerðaráætluninni ætti jafnvægi að nást á húsnæðismarkaði árið 2019, eða tveimur árum fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vantað meira framboð af íbúðum og hluti af því er að það hefur vantað lóðir og þess vegna viljum við mjög gjarnan að þessar lóðir sem ríkið á komist í notkun," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann telur að spennan á markaðnum verði ekki ofaukin með þessum nýframkvæmdum. „Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegri og það hefur verið innflutt vinnuafl til skemmri tíma til uppbyggingar á byggingarhúsnæði og við reiknum með að það myndi líka ganga í þessu tilviki," segir Benedikt. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að búa til hvata til langtímaleigu og skoða hvort banna eigi skammtímaleigu á ákveðnum svæðum í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur þetta í sér aukið eftirlit með skammtímaleigu á borð við Airbnb í stað þess að leggja á frekari bönn. Þá stendur einnig til að einfalda regluverk þannig að lækka megi byggingarkostnað. Auk þess er til skoðunar að gefa yngra fólki mögulega á viðbótarláni við fyrstu íbúðarkaup að norskri fyrirmynd en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hámarks lánshlutfall. „Það verður þó að gæta þess verulega í þessu samhengi að hér sé ekki verið að setja fram almennar aðgerðir sem myndu örva mjög eftirspurn á þessum tímapunkti. við höfum byrjað vinnuna á því að skoða mögulega útfærslu og einnig efnahagsleg áhrif ef slík útfærsla yrði kynnt," segir Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira